Lýsing
Trekkiáhald fyrir Crawford jafnvægisgorma
Nýlegar Crawford hurðir nota sérstök endastykki á jafnvægisgormana, sem krefjast þess að viðgerðaraðili eigi trekkiverkfæri sem fæst aðeins í gegn um Crawford – til að tryggja einokun. Í stað þess er hægt að eiga þetta breytistykki, sem gerir manni kleift að nota hefnbundnar trekktistangir til að eiga við gorma.
Áhaldið er opinn hringur, svo hægt sé að smeygja því upp á gormafestingar án þess að þurfa að losa nokkuð af gormastelli. M10 bolti lokar hringnum og klemmir áhaldið utan um gormafestingu. Þar að auki er M8 bolti sem gengur í gegn um áhaldið og herðist að gormafestingu. Áhaldið er svo hægt að fjarlægja aftur að notkun lokinni.
Framleiðandi: Flexiforce
Efni: Steypt stál / pottstál, sínkhúðað
Innanþvermál gata fyrir trekkistangir: 17mm (16mm trekkistangir).
Þyngd: 1,256kg