Lýsing
TOF SPOT er svokallaður „Time-of-flight“ skynjari frá framleiðandanum CEDES.
Í hnotskurn kemur hann í stað hreyfiskynjara en hefur þann kost að skynja aðeins lítinn púnkt á gólfi, sem er gagnlegt þar sem umferð við hurð myndi venjulega valda því að hún opnaðist í sífellu að óþörfu.
Í stuttu máli sagt virkar hann eins og týpískur fjarlægðarmælir – skynjarinn sendir frá sér ljósgeisla og telur tímann sem tekur fyrir hann að berast til baka. Ef fjarlægðin er önnur en niður á gólf (eða að öðrum föstum bakgrunni), þýðir það að eitthvað eða einhver er undir skynjara og hann sendir opnunarskipun á hurðarstjórnbúnað.
Fæðispenna: 10-30VDC
Hámarksfjarlægð að gólfi (bakgrunni): 6m.
Lágmarksfjarlægð frá gólfi (bakgrunni): Ekki er hægt að tryggja skynjun innan 0,2m frá gólfi. T.d. skynjar hann oft ekki lyftaragaffla.
Stilling á fjarlægð: Sjálfstilling við ræsingu.
Útgangur: Hálfleiðaraliði / e. Solid state relay – Hámarksstraumur 150mA.
Virkni útgangs: Snerta – stillanlegt hvort hún er NO (lokandi) / NC (opnandi).
Fylgihlutir:
Stillanleg vegg-/loftfesting
Límmiði sem límist þar sem skynjunarpúnktur lendir á gólfi/bakgrunni.
2m langur tengikapall
Leiðbeiningarbæklingur
Stuttar uppsetningarleiðbeiningar