Lýsing
Takkaborð / talnalás, Marantec, þráðlaus 868MHz
Virkar með E-King / Eldat / Marantec fjarstýringarkerfinu, sem selt hefur verið á Íslandi í áraraðir. Takkaborðið er einnig þekkt sem Command 231.
Takkaborð / talnalás sem virkar eins og fjarstýring á móti þar til gerðum fjarstýringarmóttakara. 4-talna PIN númer er slegið inn og búnaðurinn sendir í framhaldi opnunarskipun á t.d. móttakara bílskúrshurðar. Hægt er að vista 3 föst PIN númer auk eins tímabundins PIN númers sem afvirkjast eftir að vera notað í þrjú skipti (t.d. hægt að nota fyrir gesti eða iðnaðarmenn).
Framleiðandi: Marantec
Tíðni / fjarstýringarkerfi: 868MHz, svokallað Multi-Bit kerfi sem selt er undir ýmsum merkjum.
Rafhlöður: 2 stk. CR2032 hnapparafhlöður (fylgja).
Mál: 70 x 100 x 30 mm (breidd x hæð x dýpt)
Þéttleiki: IP54 (ryk- og vatnsþolið en þó ekki vatnhelt. Setja upp í skjóli)
Hitastigsþol: –20 … + 60 °C
Fylgihlutir: Veggfesting úr ABS plasti, festiskrúfur, afritunarpinnar/gaffall og leiðbeiningabæklingur.
Þyngd: 0,12kg
Virkar með eftirfarandi móttökurum:
Fjarstýringarmóttakari, Marantec, 868MHz, Multi-Bit, 2-rása
Fjarstýringarmóttakari, Marantec, 868MHz, Multi-Bit, stunginn
Leiðbeiningar:
Leiðbeiningar fyrir Command 231 takkaborð / talnalás
Vefsíða framleiðanda (Marantec)