Lýsing
Marantec Comfort 280 bílskúrshurðaropnari
Leiðbeiningar við val á dragmótor
ATH. – Aðeins er um mótorinn sjálfan að ræða – brautir eru seldar sér. Sjá lista neðar.
Framleiðandi: Marantec Antriebs- und Steuerungstechnik GmbH
Fæðispenna: 1~230VAC
Stýrispenna: 24VDC – Fær um að veita 50mA til aukahluta.
Orkunotkun í kyrrstöðu / í keyrslu: 4W / 250W
Lokunar- og opnunarkraftur: 1000Nm
Lokunar- og opnunarhraði: 160mm/sek hámark.
Hraðastýring: Já.
Neyðaropnun: Útkúplun með spotta.
Hámarksfjöldi opnana á dag: 48 opnanir / dag
Þéttleiki: IP20
Fylgihlutir: Rafmagnssnúra með kló, bi-linked fjarstýringarmóttakari, 1 bi-linked fjarstýring, festingar á braut, efni í upphengjur, leiðbeiningarbæklingur.
Vörulýsing:
Comfort 280 er aflminnsta týpan frá Marantec sem við teljum nothæfa. Uppgefinn kraftur er 1000N (~100kg) og því haldið fram að leyfileg hámarksþyngd hurðar sé 200kg en reynslan sýnir að mótorinn verður óáreiðanlegur þegar þyngdin fer yfir 100kg. Þá skal gangur hurðar vera hnökralaus og hún hvorki vera þung í opnun né lokun. Hentar ekki við bílskýlishurðir né þyngri bílskúrshurðir. Ef einhver vafi er fyrir hendi, er skynsamlegast að velja aflmeiri týpu.
Að því sögðu þá er þetta vandaður búnaður sem býður upp á mikla tengi- og stillimöguleika miðað við flesta aðra dragmótora / bílskúrshurðaropnara. Stunginn fjarstýringarmóttakari fylgir ásamt einni fjarstýringu.
Aðvörun:
Uppsetningaraðili þarf sjálfur að meta hvort þessi mótor er nægilega aflmikill fyrir viðkomandi verkefni og Hurð ehf. tekur enga ábyrgð á vandamálum sem hljótast af því að nota opnarann utan ráðlags notkunarsviðs.
Handbók / leiðbeiningar:
Marantec Comfort 260-270-280 bílskúrshurðaropnari handbók
Brautir:
SZ 11-1.2-2P braut fyrir bílskúrshurðaropnara – 2250mm hámarksopnun.
SZ 12-1.2-2P braut fyrir bílskúrshurðaropnara – 2500mm hámarksopnun.
SZ 13-1.2-2P braut fyrir bílskúrshurðaropnara – 3250mm hámarksopnun.
Aðrir mótorar:
Marantec Comfort 380 bílskúrshurðaropnari
Marantec Comfort 390 bílskúrshurðaropnari
Öryggisbúnaður, fjarstýringarmóttakarar og annar aukabúnaður:
433MHz Multi-Bit fjarstýringarmóttakari, stunginn
433MHz Multi-Bit fjarstýringarmóttakari, stunginn, með loftneti
868MHz Multi-Bit fjarstýringarmóttakari, stunginn
868MHz Multi-Bit fjarstýringarmóttakari, stunginn, með loftneti
Ljósnemabúnaður