Hleðslubrýr

Angel Mir logo

 

 

 

 

 

 

Angel Mir framleiðir hleðslubrýr sem henta við íslenskar aðstæður. Tilgangur hleðslubrúa er að brúa bilið milli vöruhúss og gáms, svo hægt sé að aka lyfturum inn í gáminn til að lesta/aflesta.

Helstu eigin- og möguleikar:

  • Útfærsla á vör –  sveifluvör eða útskjótanleg vör. Mismunandi stærðir eftir þörfum.
  • Útfærsla á gólfi – innbyggð í steypt gólf eða í stálvirki / pall.
  • Tæringarþol – sínkhúðaðar hleðslubrýr. Hægt að fá ryðfríar.
  • Stærðir og burðarþol – 2000 x 2500 (B x L) og 6-10 tonna burðarþol er algeng útgáfa. Sjá upplýsingarbleðil.
  • Stýring – hægt að fá með sambyggðum stjórnbúnaði fyrir hurð og uppblásanlega veðurhlíf.

Sjá upplýsingarbleðil eða hafið samband fyrir nánari upplýsingar.

Alla jafna viljum við sjálfir sjá um uppsetningu búnaðarins, með einhverjum undantekningum.

Vörulisti á ensku

Tæknilegur upplýsingableðill

Vefsíða Angel Mir

Frekari upplýsingar

Framleiðandi