Lýsing
DM7S fjarstýringarkerfið frá Marantec býður upp á að sýslað sé með einstaka fjarstýringar eftir að móttakarinn hefur verið settur upp. Hægt er að afvirkja fjarstýringu ef hún týnist eða starfsmaður hættir og tekur með sér – og svo endurvirkja ef hún kemur í leitirnar. Kerfið leyfir aðeins að fjarstýringar séu forritaðar með tölvu, sem kemur í veg fyrir þær séu afritaðar og kóðinn berist til óviðkomandi.
Kostirnir eru þeir að kerfið er öruggara og eigandinn hefur yfirsýn yfir hvaða fjarstýringar eru virkar. Ókosturinn er sá að það er dýrara eða tímafrekara vegna vinnu sem fer í að sýsla með fjarstýringarnar.
Hurð ehf. sér yfirleitt um kerfið og gerir breytingar á fjarstýringum eftir þörfum viðskiptavinar. Fyrir stærri kerfi er möguleiki á því að viðskiptavinur fái afhentan forritunarbúnað og geti þá sinnt kerfinu sjálfur.
Hafið samband ef áhugi er fyrir hendi.