Lýsing
Gormsnúra, 5 x 0,25mm2, 1,6m löng.
Gormsnúrur eru notaðar til að tengja öryggisbúnað hurða við stjórnbúnað. Annar endinn er festur í tengidós á hurðarfleka og hinn í veggfestingu – sá kapalendi er svo tengdur í stjórnbúnað. Leyfir hreyfingu án þess að missa form sitt. 1,6m löng gormsnúra er heppileg þar sem stjórnbox er staðsett nálægt við hurð og þar sem hurðarhæð er undir sirka 4m
Fjöldi og gildleiki leiðara: 5 x 0,25mm2, fínþættir og ótinaðir.
Merking leiðara: Litakóðaðir (brúnn, hvítur, grænn, gulur, svartur)
Kapalkápa: Svört, PU (Polyurethane), um 5mm í þvermál.
Lengd: Gormendi er um 800mm en getur lengst í 3200mm, óundni endinn er 1600mm.
Nánari lýsing: Spíralnippill á báðum endum. Hurðarmegin er blátt stungutengi sem passar fyrir Marantec / MFZ tengibox, en er oftast klippt af og vírar tengdir beint. Stjórnbúnaðarmegin er kapalnippill og stungutengi sem passa í CS300/310/320 stjórnbox – einnig fjarlægt ef ekki er þörf á þeim.
Fylgihlutir: Festivinkill fyrir kapalnippil.
Þyngd: 0,5kg